Sarah Bennett nýr formaður PGA
Sarah Bennett hefur bæst við langan lista golfgoðsagna með því að verða 82. formaður PGA (ens. captain).
Hin 53 ára Bennett, sem einu sinni keppti á Evrópumótaröð kvenna og er á lista yfir 50 bestu golfþjálfarana skv. Golf Monthly, fetar í fótspor virtra kylfinga úr golfíþróttinni, þar á meðal „Voice of Golf“ Peter Allis og fyrrum sigurvegara Opna breska Sir Henry Cotton, Max Faulkner, Bobby Locke og James Braid.
Þar með verður Bennett aðeins önnur konan til að vera formaður PGA. Á undan henni var Beverly Lewis eina konan, sem gegnt hafði stöðunni og fyrir Bennett hefir það sérstaka þýðingu.
Hún sagði: „Það hefir svo mikla þýðingu fyrir mig persónulega að feta í fótspor fyrirmyndar minnar Beverly Lewis. Ef það væri ekki fyrir ‘Bev’ þá væri ég ekki þar sem ég er í dag. Hún var vön að vera með æfingar fyrir mig í garðinum sínum þegar ég var 15 ára og við ræddum sveifluna mína í eldhúsinu hennar, ég reyndi virkilega á þekkingu hennar! Hún var alltaf til staðar fyrir mig sem leiðbeinandi og vinur, gaf ráð, stuðning og hvatningu á ferli mínum.“
Eftir 25 ára feril á Evrópumótaröð kvenna gerðist Bennett þjálfari hjá Three Rivers Golf and Country Club í Essex og eins hefir hún verið svæðisþjálfari fyrir England Golf East. Í dag er hún yfirgolfkennari hjá Three Rivers og ver mikið af tíma sínum í fjáröflun.
Framkvæmdastjóri PGA, Robert Maxfield, sagði að góðgerðarstarf væri ein helsta ástæða þess að Bennett henti hlutverkinu svo vel. Hann sagði: „Óþreytandi sjálfboðaliðastarf og góðgerðarstarf Söruih gerir hana að frábærri fyrirmynd fyrir alla PGA atvinnumenn að líta upp til. Í gegnum feril sinn sem PGA atvinnumaður hefur hún sýnt fram á ágæti sitt sem þjálfari og eytt miklum tíma í að hjálpa fólki á öllum aldri, getu og bakgrunni inn í golfleikinn. Hún hefur verið dyggur sendiherra samtakanna og ég veit að hún mun reynast mjög vinsæll og farsæll forstjóri (ens. captain)“
Bennett tekur við formennsku af Bernard Gallacher og hinn þrefaldi Ryder Cup fyrirliði Evrópu var fullur þakklætis fyrir aðstoð hennar sem varaformanns hans á erfiðu ári. Hann sagði: „Árið mitt í embætti var nokkuð misjafnt. Heimsfaraldurinn þýddi að nokkrir hápunktar eins og útskrift og PGA Cup var aflýst eða frestað en það var mjög ánægjulegt að mæta í mótin. Ég er líka þakklátur fyrir stuðninginn sem Sarah, þegar hún gegndi stöðu varaformanns og ég óska henni alls hins besta á árinu, sérstaklega þegar hún verður „kapteinn“ Women’s PGA Cup liðsins í Bandaríkjunum n.k. október.”
Fyrir Bennett markar ráðningin hátindinn á glæsilegum ferli hennar. Hún sagði: „Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir sambandinu, allt frá því ég gerðist fyrst meðlimur árið 1990 og þetta er stoltasta stundin á mínum golfferli. Að feta í fótspor goðsagna í leiknum er eitthvað sem mér mun þykja vænt um að eilífu. Ég hef alltaf haft gaman af áskorunum og vinnu og mun gera mitt besta til að halda áfram að efla golfið í heild sinni og efla kvennagolfið á öllum stigum leiksins.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
