Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 06:30

Sandy Lyle lék best með „spýtunum“

Hinn 56 ára Sandy Lyle bar sigurorð af samkeppni sinni á World Hickory Open, sem fram fór á Panmure golfvellinum í Skotlandi, 7.-8. október s.l.

Á World Hickory Open er spilað með kylfum sem framleiddar eru fyrir 1935 oft trékylfum („spýtum“).

Þetta var í 10. sinn sem mótið fór fram og yfir 1000 þátttakendur í þetta sinn.  Að ári liðnu fer mótið fram á Carnoustie.

Lyle sigraði með skori upp á samtals 143 höggum (74 69) og átti 3 högg á svissneska kylfinginn Paolo Quirci og Andrew Marshall frá Englandi.

Lyle sigraði m.a. í Opna breska 1985 og í The Masters 1988.

Komast má á vefsíðu World Hickory Open Championship með því að SMELLA HÉR: