Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 13:00

GO: Samhjálpar-mótinu aflýst

Vegna óviðráðanlegara orsaka verður að aflýsa Styrktarmóti Kaffistofu Samhjálpar 2014.

Mótið átti að fara fram á Urriðavelli, 7. september n.k. en fellur nú niður.

Kaffistofa Samhjálpar fékk alls 58.000 heimsóknir árið 2013 og bauð upp á morgun og hádegismat alla daga ársins.

Styrktarmótið er mikilvæg fjáröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar sem er sannarlega mikilvægt samfélagsverkefni sem ekki má leggjast af.

Ef áhugi er á að styrkja starfið bendum við á heimasíðu Samhjálpar, www.samhjalp.is