Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2014 | 10:00

Sam Torrance ósáttur við ummæli Nick Faldo um Sergio Garcia

Sam Torrance, aðstoðarfyrirliði liðs Evrópu nú í ár er meira en lítið ósáttur við ummæli Nick Faldo um Sergio Garcia, þegar sá lék með sigurliði Evrópu gegn Bandaríkjunum á Gleneagles.

Hann hefir m.a. kallað Faldo Asshole í enskum fjölmiðlum þ.e. algjöran fávita.

Faldo sagði að sér hefði fundist Garcia algjörlega gagnslaus í Ryder bikars liði sínu, 1999, þegar hann var fyrirliði, en lið Evrópu tapaði þeirri viðureign við lið Bandaríkjanna.

Garcia hefir sjálfur sagt að hann sé tilbúinn að fyrirgefa og gleyma þessu, en Torrance er ekki á því.

„Að segja þetta í miðri Ryder bikarskeppni, hvað var þess fáviti að hugsa? sagði Torrance í viðtali í Bunkered magazine.

„Viðbrögðin í búningsherbergi liðsins voru frábær.  Strákarnir stóðu með Garcia eins og hann hefði orðið fyrir meiðslum.“

„Þetta var virkilega aumkunarvert hjá Faldo. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þetta kemur frá honum.  Þú mátt alveg hafa það eftir mér, mér er sama.“

„Hann er fáviti.  Maður bara trúir ekki að einhver af okkar bestu kylfingum skuli láta svona nokkuð frá sér fara.“

„Að Garcia geti ekki leikið í liði? Líttu í spegil maður!“ var haft eftir pirruðum Torrance.