Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 06:00

Sam Hutsby leiðir enn á úrtökumóti Evrópu- mótaraðarinnar á PGA Catalunya eftir 4. dag

Englendingurinn Sam Hutsby, sem átti svo frábæran 1.hring í Q-school Evrópumótaraðarinnar upp á 60 högg leiðir enn eftir 4. dag lokaúrtökumótsins. Hann er þá búinn að leiða alla daga lokaúrtökumótsins, hefir aldrei látið forystuna af hendi. Hann er búinn að spila á samtals – 16 undir pari, samtals 268 höggum (60, 69, 68, 71). Enn eru 2 dagar eftir af þessu mjög svo erfiða móti sem spilað er á 2 ólíkum golfvöllum.

Það eru enskir kylfingar sem raða sér í 3 efstu sætin því í  2. sæti er Andy Sullivan 2 höggum á eftir Sam Hutsby og í 3. sæti er David Dixon, 3 höggum á eftir forystumanninum.  Dixon deilir 3. sætinu með Frakka að nafi Victor Riu og Suður-Afríkumanninum, Brendan Grace, en allir hafa þeir spilað á -13 undir pari, hver.

Til þess að stöðuna á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, smellið HÉR: