Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 22:30

Sam Hutsby leiðir enn á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar

Sam Hutsby er áfram í forystu á lokastigi Q-school Evrópumótaraðarinnar, en hann fylgdi eftir frábærum hring upp á 60 högg í gær með öðrum upp á 69 högg í dag á Stadium golfvellinum á PGA Catalunya Resort.

Hann á 2 högg á landa sinn Andy Sullivan, sem er í 2. sæti.

Hinn 23 ára Breti var með 3 fugla og 2 skolla og 1 örn á lengri vellinum  af tveimur sem notaðir eru í lokaúrtökumótinu og er á samtals -13 undir pari. Sullivan er fast á hæla Hutsby, spilaði á 66 höggum í dag og er kominn í samtals -11 undir par.

Hutsby viðurkenndi að hann hefði verið hissa að fá svona gott skor á degi sem honum fannst  meira í meðallagi á golfvellinum.

„Ég er í skýjunum með 69 vegna þess að mér fannst ég ekki spila vel,“ sagði kylfingurinn frá Lee-on-Solent (Hutsby) sem varð í 2. sæti á lokastigi Q-school Evrópumótaraðarinnar 2009.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag lokaúrtökumóts Evrópumótaraðarinnar, smellið HÉR: