
Sam Hutsby leiðir á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar: var á 60 höggum í dag!
Enski kylfingurinn Sam Hutsby, frá Portsmouth,var í roknaformi á opnunardegi lokaúrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í PGA Catalunya Resort og er með 3 högga forystu eftir að hafa hrifið alla með sér með hring upp á -10 undir pari, 60 höggum.
Hutsby hafði tækifæri til að endurrita sögu Evrópumótaraðarinnar á par-5 18. brautinni þar sem hann var að pútta fyrir erni og skori upp á 59 högg – nokkuð sem aldrei hefir tekist í Q-school Evrópumótaraðarinnar. Þrátt fyrir að ná aðeins fugli náði hinn 23 ára Sam Hutsby að tryggja sér lægsta skor dagsins.
Hutsby, sem varð í 48. sæti á lista Áskorendamótaraðarinn er að leitast við að verða einn af 30 strákum sem hljóta kortið sitt á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2012
Það var nánast fullkomið veður á Norður-Spáni. Hutsby var á 2. stigi úrtökumótins á Costa Ballena Ocean Club, ásamt Birgi Leif Hafsteinssyni
Eftir hringinn sagði Hutsby m.a.: „Ég byrjaði vel með 3 fugla í röð og eftir það virtist ég bara vera með boltann í spotta. Ég gaf sjálfum mér færi í önnur 5-6 skipti, þannig að það var vel möguleiki á 59 höggum. En það er aldrei hægt að spila fullkominn golfhring. Þannig að ég verð bara að sætta mig við 60! Ég skemmti mér vel að spila hér og jafnvel þó þetta geti verið vika full af stressi þá er gott að koma aftur hingað […]
Heimild: Europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024