
Sam Hutsby leiðir á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar: var á 60 höggum í dag!
Enski kylfingurinn Sam Hutsby, frá Portsmouth,var í roknaformi á opnunardegi lokaúrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í PGA Catalunya Resort og er með 3 högga forystu eftir að hafa hrifið alla með sér með hring upp á -10 undir pari, 60 höggum.
Hutsby hafði tækifæri til að endurrita sögu Evrópumótaraðarinnar á par-5 18. brautinni þar sem hann var að pútta fyrir erni og skori upp á 59 högg – nokkuð sem aldrei hefir tekist í Q-school Evrópumótaraðarinnar. Þrátt fyrir að ná aðeins fugli náði hinn 23 ára Sam Hutsby að tryggja sér lægsta skor dagsins.
Hutsby, sem varð í 48. sæti á lista Áskorendamótaraðarinn er að leitast við að verða einn af 30 strákum sem hljóta kortið sitt á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2012
Það var nánast fullkomið veður á Norður-Spáni. Hutsby var á 2. stigi úrtökumótins á Costa Ballena Ocean Club, ásamt Birgi Leif Hafsteinssyni
Eftir hringinn sagði Hutsby m.a.: „Ég byrjaði vel með 3 fugla í röð og eftir það virtist ég bara vera með boltann í spotta. Ég gaf sjálfum mér færi í önnur 5-6 skipti, þannig að það var vel möguleiki á 59 höggum. En það er aldrei hægt að spila fullkominn golfhring. Þannig að ég verð bara að sætta mig við 60! Ég skemmti mér vel að spila hér og jafnvel þó þetta geti verið vika full af stressi þá er gott að koma aftur hingað […]
Heimild: Europeantour.com
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023