Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2011 | 06:00

Sam Hutsby fatast flugið – David Dixon leiðir í Q-school Evópumótaraðarinnar eftir 5. dag

Englendingurinn David Dixon hefir tekið forystuna úr hendi hins unga landa síns, Sam Hutsby, sem búinn er að leiða alla fyrstu 4 daga Q-school. Eftir 5 spilaða hringi er David á samtals -18 undir pari, samtals 338 höggum (74  65 63 69 67).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Þjóðverjinn Bernd Ritthammer, á -17 undir pari, samtals 339 höggum (65 71 68 68 67).  Sam Hutsby er síðan fallinn niður í 3. sætið og er á samtals -16 undir pari,  2 höggum á eftir David Dixon.

Í dag verður spilaður 6. og síðasti hringurinn í Q-school og verður fróðlegt að sjá hvað gerist en munur milli efstu manna er lítill.

„Ég held að reynslan af því að hafa verið hér nokkrum sinnum áður hjálpi til vegna þess að manni tekst betur að höndla hæðir og lægðir spilsins,“ sagði hinn 34 ára kylfingur (Dixon) sem trónir á toppnum fyrir lokahringinn, en hann vann silfrið sem sá áhugamaður með besta skorið á Opna breska, þegar það fór fram í Royal Lytham & St Anne’s, árið 2001.

„Maður verður bara að reyna að þrauka, vera stöðugur og gefa sjálfum sér tækifæri á að fá kortið og jafnvel sigra.“

„Þetta hefir verið skrítið ár. Þannig að það er gaman að ljúka því vel en ég myndi vera ánægður með að vera meðal efstu 10. Á morgun (þ.e. í dag) verð ég bara að fara þarna út með sama hugarfar og í dag (þ.e. í gær) og vona að púttin haldi áfram að detta. Púttin mín í ár hafa verið slök, sem er ástæða þess að ég er hér, þannig að það er kominn tími á að þau fari að gera sig.“

„Ég skipti yfir í magapútter (ens.: belly putter) nú nýlega og hann virkar. Ég setti niður skrímslapútt af 20 metra færi á 5. holu og setti niður nokkur önnur góð pútt þannig að það boðar gott fyrir morgudaginn (þ.e. daginn í dag) og líka fyrir næsta keppnistímabil.“

Til þess að sjá stöðuna í Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfvellinum í Girona smelliið HÉR: 

Heimild: www.europeantour.com