Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2018 | 07:00

Sala á miðum á Tour Championship upp um 170% vegna Tiger

Tiger Woods er ekki bara aftur farinn að keppa – hann bætir sig með hverju mótinu – er í góðu formi og tímaspursmál hvenær hann fer að taka eitthvert mótið.

Hann er með í lokamóti FedExCup mótaraðarinnar, Tour Championship, sem fram fer 20.-23. september n.k. og það eitt hefir valdið því að sala á miðum á mótið hefir rokið upp um 170% frá árinu áður.

Eftirspurnin er í hámarki, og Vivid Seats, sem sjá um miðasölu á Tour Championship segja dagspassa á mótið kosta $65 og þeir rjúki út eins og heitar lummur! Jafnframt hefir umferð um síðuna þeirra aukist um 65% frá síðasta ári.

Tiger hefir sigrað tvívegis á FedEx Cup árin 2007 og 2009 og hann sigraði á Tour Championship 1999, átti þá 4 högg á næsta mann og eins sigraði hann 2007 átti heil 8 högg á næsta mann þá. Þáttakan í FedEx bikarnum er s.s. ekkert nýtt fyrir Tiger.

Þegar Tiger varð í 2. sæti á eftir Brooks Koepka á US PGA risamótinu á þessu ári fór áhorf á CBS upp úr öllu valdi.

Það er sama hverju Tiger kemur nálægt miðasala og áhorf rjúka upp. Gott að hann er kominn aftur!!!