Saga Traustadóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 22:30

Saga stóð sig vel á 2 mótum í Bandaríkjunum

Saga Traustadóttir, GR, tók þátt í tveimur golfmótum í Bandaríkjunum um páskana.

Fyrra mótið sem Sara spilaði í var 68th Sacramento City Junior Easter Championship, en það fór fram 11.-12 apríl á Bing Maloney golfvellinum i Sacramento.

Þátttakendur voru 30 og varð Saga T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Saga lék á samtals 5 yfir pari, 151 höggi (76 75).

Sjá má lokastöðuna á með því að SMELLA HÉR: 

Hitt mótið sem Saga tók þátt í var San Francisco Junior Shootout.

Mótið fór fram á golfvelli Rooster Run golfklúbbsins í San Francisco, dagana 15.-16. apríl 2017.

Þar varð Saga í 2. sæti af 31. keppanda með skor upp á 5 yfir pari, 149 höggum (76 73)!!! Glæsilegt hjá Sögu!!!

Sjá má lokastöðuna á San Francisco Junior Shootout með því að SMELLA HÉR: