Saga stigameistari stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og efnilegasti kvenkylfingur Íslands!
Saga Traustadóttir, GR, varð stigameistari stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni og var heiðruð á Uppskeruhátíð GSÍ sem fram fór í s.l. viku, nánar tiltekið 28. október sl. Saga sigraði tvívegis í stúlknaflokki en varð hvorki Íslandsmeistari í höggleik né holukeppni stúlkna. Það voru klúbbfélagar hennar Ragnhildur Kristinsdóttir (Íslandsmeistari í höggleik) og Eva Karen Björnsdóttir (Íslandsmeistari í holukeppni) sem náðu þeim titlum. Jafnframt varð Saga tvívegis í 2. sæti.
Á uppskeruhátíðinni var Saga jafnframt kosin efnilegasti kvenkylfingur Íslands.
Efstu kylfingar í stúlknaflokki 17-18 ára á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:
1. Saga Traustadóttir, GR, 8100.00 stig.
2. Eva Karen Björnsdóttir, GR, 6787.50 stig.
3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, 6300.00 stig.
Saga er búin að eiga fínt golfsumar. Á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fór á Garðavelli á Akranesi sigraði Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK. Saga varð í 2. sæti og Eva Karen í 3. sæti.
Á 2. mótinu sem var Íslandsmótið í holukeppni varð Eva Karen Björnsdóttir Íslandsmeistari í holukeppni. Saga komst ekki á verðlaunapall en í 4 manna undanúrslitum bar Eva Karen sigurorð af Sigurlaugu Rún 4&3 og keppti síðan til úrslita við Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK. Sigurlaug tapaði viðureigninni um 3. sætið við Elísabetu Ágústsdóttur, GKG.
Saga sigraði á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Húsatóftavelli – þar var Saga á samtals 3 yfir pari og átti heil 11 högg á næsta keppanda!!! Sigurlaug Rún, GK varð í 3. sæti, en Eva Karen tók ekki þátt í mótinu.
Á fjórða mótinu sem var Íslandsmótið í höggleik varð Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari; Saga varð í 2. sæti; Sigurlaug í 3. sætinu og Eva Karen í 4. sæti.

Saga Traustadóttir, GR. sigurvegari á Hamarsvelli á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 (f.m.) Mynd: gsimyndir.net
Saga sigraði á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þar spilaði hún á 14 yfir pari og átti heil 14 högg á næsta keppanda. Eva Karen varð í 4. sæti en Sigurlaug Rún tók ekki þátt í mótinu.

Verðlaunahafar í flokki 17-18 ára á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 4.-6. september 2015. Mynd: golf.is
Á 6. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar varð Saga í 2. sæti en í því móti sigraði Íslandsmeistarinn í holukeppni í stúlknaflokki Eva Karen Björnsdóttir, GR. Heimakonan Sigurlaug Rún varð í 3. sæti.
Skemmst er að minnast glæsiárangurs Sögu á European Ladies Club Trophy, en þar átti hún stóran þátt í því að sveit GR varð T-4 með glæsihring upp á 65 högg!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



