Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 09:00

Saga og Henning Darri sigruðu á Icelandic Summer Games

Á Jaðarsvelli á Akureyri fór dagana 26.-29. júlí 2016 fram mótið Icelandic Summer Games og var keppt í pilta og stúlknaflokki.

Mótið, sem lauk í gær, er hluti af bæði Global Junior Golf og 21GolfLeague mótaröðunum.

Sigurvegarar í mótinu urðu Henning Darri Þórðarson, GK í piltaflokki og Saga Traustadóttir, GR í stúlkuflokki.

Henning Darri lék á samtals 5 undir pari, 208 höggum (68 69 70) og Saga lék á 15 yfir pari, 228 höggum (75 71 82).

Sjá má úrslitin í heild með því að SMELLA HÉR: