Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 21:00

Saga og Gunnlaugur sigruðu á Landsmótinu í golfhermum 2022

Landsmót í golfhermum fór fram í fyrsta sinn og var framkvæmdaaðili mótsins GKG.

Mótsstaður var ný íþróttamiðsstöð GKG.

Þátttakendur í úrslitum voru 8 kven- og 8 karlkylfingar

Fyrstu landsmótsmeistarar í golfhermum eru þau Saga Traustadóttir, GKG og Gunnlaugur Árni Sveinsson.

Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslitin í karlaflokki en þar beið Kristófer Orri Þórðarson lægri hlut fyrir Gunnlaugi Árna á 1. holu bráðabana.

Saga átti 1 högg á þær Karen Lind Stefánsdóttur, GKG og Söru Kristinsdóttur, GM.

Lokastaðan í 8 manna úrslitum kvenkylfinganna sem léku 36 holur í úrslitaviðureigninni:

1 Saga Traustadóttir +1 143 högg (70 73)

2 Karen Lind Stefánsdóttir +2 144 högg (69 75)

Sara  Kristinsdóttir +2 144 högg (72 72)

4 María Eir Guðjónsdóttir +7 149 högg (76 73)

5 Berglind Erla Baldursdóttir +8 150 högg (75 75)

6 Hekla Daða +14 156 högg (74 82)

7 Eva Kristins + 21 163 högg (87 76)

Katrín Hörn Daníelsdóttir +21 163 högg (78 85)

Lokastaðan í 8 manna úrslitum karlkylfinganna, sem léku 36 holur í úrslitaviðureigninni:

1 Gunnlaugur -13 129 högg (67 62)

2 Kristófer Orri -13 129 högg (69 60)

3 Guðmundur Kristjánsson -10 132 högg (68 64)

4 Gísli Sveinbergsson -7 135 högg (69 66)

5 Ólafur Marel Árnason -4 138 högg (67 71)

6 Heiðar Snær Bjarnason -2 140 högg (74 66)

7 Aron Emil E 142 högg (69 73)

Steinn Gunnarsson E 142 högg (72 70)