Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 19:00

Saga kvennagolfs frá Maríu Skotadrottningu (1567) til Ólympíuleikanna (2016)

CNN hefir tekið saman á skemmtilegan hátt „sögu kvennagolfsins“ frá Maríu Skotadrottningu, sem olli hneykslun 1567-1568 þegar hún spilaði golf  aðeins nokkrum dögum eftir andlát eiginmanns síns Lord Darnley.

Fólk hefir eflaust ekki vitað það þá, að golfið er eitt besta ráð við áföllum lífsins og stressi.

Það sem vakti meiri hneykslun en annað var að María Skotadrottning spilaði golfið við ástmann sinn.

CNN stiklar á stóru í sögu kvennagolfsins í gegnum tíðina, en minnist þó á einhverjar þær bestu m.a. Baba Zaharias og Anniku Sörenstam.

Hér má sjá skemmtilega samantekt CNN um sögu kvennagolfs frá Maríu Skotadrotningu (1567) til Ólympíuleikanna (2016) SMELLIÐ HÉR: