Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2012 | 08:00

Sólskinstúrinn: Divan van den Heever efstur eftir 2. dag á Fancourt

Það var Suður-Afríkumaðurinn Divan van den Heever sem leiðir eftir 2. hring Dimension Data mótsins sem spilað er á Fancourt völlunum 3 í George, Suður-Afríku. Hann er samtals búinn að spila á 134 höggum (67 67) átti skollafrían hring í gær á Outeniqa velli Fancourt og fékk 5 fugla – sem var einkar glæsilegt.

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir er Oliver Bekker en hann er búinn að spila á samtals 135 höggum (65 70) og í 3. sæti er forystumaður 1. dags Waren Abery á samtals 137 höggum (65 72).

Þrír kylfingar deila síðan 4. sæti þ.á.m. Jean Hugo, en allir eru þeim búnir að spila á samtals 138 höggum og loks í 7. sæti er sá Suður-Afríkumannanna, sem líklegast er þekktastur: Thomas Aiken á samtals 139 höggum, 5 höggum á eftir van den Heever.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Dimension Data mótinu smellið HÉR: