Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2020 | 07:00

Ryder & Forsetabikarnum frestað um 1-2 ár

Tekin var ákvörðun um það að fresta Ryder bikarnum, sem fram átti að fara í Bandaríkjunum, nú í ár, um eitt ár.

Mun Ryderinn því fara fram í Whistling Straits í Kohler, Wisconsin, Bandaríkjunum, dagana 21.-26. september 2021.

Jafnframt var Forsetabikarinn, sem upphaflega átti að fara fram 30. september – 3. október 2021 í Quail Hollow Club í Charlotte, N-Karólínu færður til og mun nú fara fram 19.-25. september 2022.

The PGA of America, Ryder Cup Europe og PGA TOUR tilkynntu sameiginlega um þessar breytingar í fyrradag, 8. júlí 2020.

Ákvarðanirnar voru teknar vegna Covid-19 og nauðsyn þess að vernda áhorfendur fyrir smitum. Keppnirnar báðar án áhorfenda eru nánast óhugsandi, ekki aðeins vegna missis á aðgangseyri og auglýsingum heldur einnig og ekki síst vegna þess að báðar keppnirnar byggjast svo mikið á því rafmagnaða andrúmslofti sem áhangendur skapa.