Ryder Cup: GMac segir Mickelson hafa haft rangt fyrir sér
Graeme McDowell hefir nú komið fram og sagt að Phil Mickelson hafi haft rangt fyrir sér að gagnrýna fyrirliða bandaríska Ryder Cup liðsins Tom Watson fyrir opnum tjöldum.
Mickelson, sem tekið hefir þátt í 10 Ryder bikars keppnum gagnrýndi 8-faldan risamótssigurvegarann Watson í hlutverki þess síðarnefnda sem fyrrliða; m.a. ákvarðanir Watson um paranir og bar hann saman svo á Watson hallaði við fyrrum fyrirliða bandaríska liðsins Paul Azinger.
„Það er óskrifuð regla að maður gagnrýnir ekki fyrirliða í Ryder Cup. Sigur, tap eða jafnt maður gerir það bara ekki,“ sagði GMac.
Azinger var fyrirliði síðast þegar Bandaríkin sigruðu 2008 og Mickelson telur að strategían sem notuð var þá hefði átt að nota í Gleneagles.
En GMac sem m.a. hefur titlvörn sína í World Match Play Championship í London Club í þessari viku sagði bara: „Maður bara gagnrýnir ekki fyrirliða sinn.“
„Ég hef enga hugmynd um hvað á sér stað í herbúðum Bandaríkjanna og kannski að Tom sé ekki rétta tegund manneskju sem getur leitt 12 náunga og sagt réttu hlutina við þessa 12 náunga …. eða kannski að þetta sé eitthvað eldra milli hans og Mickelson. En það er óskrifuð regla. Maður gagnrýnir ekki fyrirliða í Ryder Cup. Sigur, tap eða jafnt maður gerir það bara ekki,“ sagði GMac.
„Bandaríkjamenn þarfnast einhvers sem bræðir þá saman þessa viku (sem Ryderinn er) þannig að þetta verður áhugavert næstu tvö ár. Þetta verður mjög lýsandi tími.
„Ef við sigrum í Hazeltine næst þá verður þetta áhugavert. En ég held að þeir verði alvarlega tilbúnir í slaginn þá.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
