Ryder Cup 2024 fer fram í NY
Ryder Cup keppnin 2024 þ.e. eftir 10 ár mun fara fram á Bethpage Black golfvellinum, uppáhaldi margs íslenska kylfingsins í New York og þar áður þ.e. 2019 mun 101. US PGA Championship risamótið einnig verða haldið á velinum en PGA of America náði samningi við ríkisstjóra NY, Andrew Cuomo þar um.
Svarti völlurinn (ens. Black course) er einn af 5 golfvöllum ríkisskrúðgarðsins á Long Island en þar var m.a. Opna bandaríska haldið fyrir 5 árum, þegar Lucas Glove vann fyrsta og eina risatitil sinn til þessa.
Nr. 11 á heimslistanum Rory McIlroy er eflaust líka vera ánægður með staðsetningu Ryder bikarsins 2024 vegna þess að hann sigraði á The Barclays þar fyrir 2 árum í FedEx Cup umspilinu. Spurning hvort hann nái að verða í liði Evrópu í Ryder Cup 2024, 35 ára eða hvort hann verði einmitt þá á toppi ferils síns þá?
Bethpage Black er rétt yfir 7400 yarda (6767 metra) langur og bæði bandaríska og evrópska liðið þurfa því á helstu sleggjum sínum að halda ef árangur á að nást en völlurinn leikur oft höggstutta kylfinga grátt.
Bethpage Black er almenningsvöllur (ens. public course) og var sá fyrsti sinnar tegundar til þess að vera mótsstaður Opna bandaríska. Hann opnaði dyr sínar 1936 og var hannaður af Albert Warren Tillingharst.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
