Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2023 | 08:18

Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna

Stewart Cink hefir verið tilnefndur sem 5. varafyrirliði bandaríska liðsins í Ryder Cup sem mætir liði Evrópu í næsta mánuði á  Marco Simone Golf & Country Club, í Róm, á Ítalíu.

Hinir 4 varafyrirliðar liðs Bandaríkjanna hafa þegar verið tilnefnidr en það eru þeir: Steve Stricker, Davis Love III, Jim Furyk og Fred Couples

Zach Johnson er fyrirliði bandaríska liðsins.

Stewart er einhver sem ég get treyst á að gefa mér heiðarlegan og uppbyggilegan stuðning þegar við förum í lokastig undirbúnings fyrir Ryder bikarinn,“ sagði Johnson. „Og eins og allir sáu á Opna meistaramótinu í ár, þá er hann enn að keppa á háu stigi á golfvellinum. Hann mun gegna mikilvægu hlutverki í velgengni okkar þegar við förum til Ítalíu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Cink er varafyrirliði liðs Bandaríkjanna. Sigurvegari Opna meistaramótsins 2009 (Cink) tók þátt í fimm bandarískum Ryder Cup liðum frá 2002-10 en lyfti bikarnum aðeins einu sinni (2008 í Valhalla golfklúbbnum). Frammistaða hans í þeim 5 Ryder bikars mótum, sem hann hefir tekið þátt í er 5-7-7

Að keppa í Ryder bikarnum hefur verið einn af hápunktunum á ferlinum mínum og ég er tilbúinn að gera allt sem þarf til að hjálpa Zach og bandaríska liðinu að lyfta Ryder bikarnum í lokinn,“ sagði Cink. „Það er mér heiður að Zach skyldi fela mér að gegna hlutverki í því að gera það að veruleika á Ítalíu….“