Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 15:10

Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!

Þeir Viktor Hovland, Rory McIlroy og Tyrrell Hatton unnu allir viðureignir sínar gegn geysisterkum Bandaríkjamönnum í Rydernum í sunnudagstvímenningnum og Jon Rahm hélt jöfnu gegn Scottie Scheffler.

Hovland hafði betur gegn Collin Morikawa 4&3

Rory sömuleiðis sigraði Sam Burns 3&1.

Hatton vann sína viðureign gegn Brian Harman 3&2.

Eins og staðan er nú (kl. 15:30 í sunnudagstvímenningunum) vantar Evrópu aðeins 1/2 vinning til þess að innsigla sigurinn og endurheimta Ryder bikarinn.

Af hálfu Bandaríkjamanna hafa Patrick Cantlay, Max Homa og Brooks Koepka og Xander Schauffele unnið sínar viðureignir.

Nú er bara beðið eftir úrslitum í 4 viðureignum og eins og staðan er nú lítur allt út fyrir sigur liðs Evrópu.

Justin Thomas er þó alveg að beygja Sepp Straka og er 1 up eftir 17 holur (þó smá von ennþá fyrir Evrópu, þó þetta líti alls ekki nógu vel út).

Í hinum 2 viðureignunum er allt jafnt  og í þeirri 4. er Tommy Fleetwood 1 up gegn Rickie Fowler, eftir 15 holur (þar getur þó allt gerst enn).

Fylgjast má með lokaviðureignunum í Ryder bikarnum 2023 með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Rory McIlroy og Viktor Hovland, tveir þeirra sem unnu viðureignir sínar í tvímenningnum fyrir lið Evrópu.