Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 16:16

Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5

Trylltir áhangendur í sæluvímu streymdu inn á Marco Simone golfvöllinn í Guidonia, rétt fyrir utan Róm á Ítalíu, þar sem Ryder Cup 2023 hefir farið fram sl. 3 daga, eftir að lið Evrópu hafði betur gegn Bandaríkjamönnum 16,5-11,5.

Sumir fleygðu sér í vatnstorfærurnar sem eru umhverfis völlinn – en fremur heitt er í Róm.

Síðustu tvær viðureignirnar í Rydernum skiptu engu því Fleetwood var áður búinn að gulltryggja Evrópu sigur og kom stöðunni í 15-11. Það þurfti 14 vinninga til að sigra.

Shane Lowry hélt jöfnu gegn Jordan Spieth og kom stöðunni í 15,5-11,5.

Robert MacIntyre sigraði síðan einnig í viðureign sinni gegn Wyndham Clarke og lokastaðan því 16,5 -11.5, Evrópu í vil.

Sjá má lokastöðuna í Rydernum 2023 með því að SMELLA HÉR: