Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2018 | 22:00

Ryder Cup 2018: Molinari í sögubækurnar!

Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari skráði nafn sitt í golfsögubækurnar eftir að sigra alla 5 leiki sína í 2018 Ryder bikars keppninni, með liði Evrópu.

Hann er fyrsti liðsmaður Evrópu í sögu Rydersins til þess að sigra ALLA 5 leiki sína í einu Ryders bikars móti!

Molinari vann mikilvægan sigur ásamt félaga sínum, nýliðanum Tommy Fleetwood í föstudagsfjórboltanum fyrir hádegi á 1. keppnisdegi, en keppnin byrjaði á afturfótunum fyrir lið Evrópu þar sem „Moliwood“ eins og þeir Francesco Molinari og Tommy Fleetwood hafa verið kallaðir, eftir frækilega frammistöðu sína, unnu eina stig Evrópu; Staðan 3-1 fyrir Bandaríkin eftir fyrstu 4 leikina!

Svo sem öllum er kunnugt sneri lið Evrópu svo sannarlega við blaðinu strax eftir hádegi á föstudeginum, en þar unnu Moliwood aftur í fjórmenningnum og endurtóku síðan allt saman á laugardeginum, unnu í fjórboltanum f. h. og fjórmenningnum e.h.

Molinari og Fleetwood báðir búnir að sigra 4 leiki, sem var frábært, en síðan bætti Francesco Molinari við sigri í leik sínum gegn Phil Mickelson 4&2 í tvímenningnum, jafnvel þó sigur liðs Evrópu væri þegar í höfn. Með sigri Molinari komst Evrópa í 15 1/2 stig!

Yfirburðir Evrópu tryggðir …. og það sem meira var lýtalaus frammistaða Francesco Molinar í 2018 Rydernum, sem tryggði honum s.s. segir stað í golfsögubókunum.