Ryder Cup 2016: Danny Willett segir foreldra sína og konu hafa orðið fyrir aðkasti bandarískra golfáhangenda
Danny Willett sagði á blaðamannafundi að foreldrar sínir og eiginkona hafi orðið fyrir aðkast reiðra bandarískra golfáhangenda.
Níðst var sérstaklega á Willett í Hazeltine hvað varðaði truflandi hróp og köll bandarískra áhangenda vegna greinaskrifa bróður Willett, PJ Willett, sem sagði bandarísku áhangendurnar m.a. vera „öskrandi hálfvitahóp.“
Danny Willett var hins vegar fljótur að biðjast afsökunar á bróður sínum, en svo virðist sem hann hafi tekið afsökunarbeiðni sína til baka nú.
Í þessu fyrsta Ryder móti sínu tapaði Danny Willett öllum 3 leikjum sínum gegn liðsmönnum Bandaríkjanna, sem hann spilaði gegn, á leið þeirra síðarnefndu að fyrsta Ryder bikars sigri þeirra síðan 2008.
Eftir að hafa orðið fyrir truflandi köllum, meiðyrðum og einelti alla 3 dagana á vellinum tvítaði Danny að bróðir hans „hefði haft rétt fyrir sér,“ „sumir áhangendanna kynnu sér engin mörk.“
Danny segir fyrstu Ryder bikars reynslu sína hafi verið neikvæða eftir að aðkastið beindist einnig að fjölskyldu hans.
Danny Willett sagði þannig í viðtali við Sky Sport News: „Maður er með 150.-200.000 áhangendur þarna sem elska að horfa á golf. Því miður eru einn eða tveir sem eru virkilega ekki þarna til að horfa á golf sem er leitt.„
„En ég held að þetta eigi aldrei eftir að breytast. Við fengum að kenna á því í síðustu viku, að vera í Bandaríkjunum og sjá hvernig bandarískir áhangendur gera allt til að lið þeirra sigri.„
„Ég held að fólk skilji að það sem var sagt eigi aðeins við um smæstan hluta þeirra sem voru þarna. Það er því miður bara eins og það er.“
„Þegar maður er í mótum viku eftir viku eru allir frábærir. Maður tíar upp og spilar í venjulegu móti allssstaðar í heiminum og áhangendur eru frábærir.“
„Mér finnst ekki að menn ættu að vera að ganga um og spila golf meðan fólk segir hluti við foreldra manns eða eiginkonu. Mér finnst ekki það vera íþrótt okkar, þetta er ekki það sem við spilum um eða það sem við gerum.“
„Því miður gerðist það og því miður setti það ljótan blett á það sem átti að verða virkilega frábær reynsla af Ryder bikarnum.„
Willett laðaði fram bros þegar hann var beðinn að draga saman í sem fæstum orðum fyrstu reynslu hans af keppninni.
‘S***‘, sagði hann. „Ef ég á að vera hreinskilinn. Því miður. Mynduð þið vilja að ég skýrði þetta frekar? Virkilega s***.’
Nú viðurkennir hann að hann hafi e.t.v. tekið of sterkt til orða, en hann sagði eftir að hann lét þetta frá sér fara: „Það er erfitt þegar maður er á blaðamannafundi, rétt eftir atburðinn og tilfinningarnar bera mann ofurliði. Maður hefir meðtekið þetta aðeins meira nú.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
