Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 08:00

Ryder Cup 2014: Westwood tilbúinn í slaginn!

Á facebook síðu Lee Westwood mátti lesa eftirfarandi tilkynningu frá kappanum í gær:

„Allir eru spenntir og tilbúnir í slaginn. Jafnvel nýliðarnir eru tilbúnir. Ég held ekki að þeir séu stressaðir. Þegar þeir eru eitt sinn byrjaðir á æfingunum, þá kemur þetta til með að vera eins og hvert annað mót.

Mér finnst við (lið Evrópu) vera með sterkt lið og ég hlakka til þessarar viku og til þess að sýna hversu vel við getum spilað saman sem lið.

Það er næs að vera hér; mér finnst ég ekki þurfa að réttlæta val fyrirliða míns, (á mér í liðið).

Paul McGinley hafði augljóslega sínar ástæður fyrir að velja mig (innskot: sú ástæða sem er augljósust er að Westy er með mestu Ryder bikars reynslu allra í liðinu) og mér finnst sem ég falli vel í liðið. „