Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 10:00

Ryder Cup 2014: Það eru 1 á móti milljón líkur á því sem Jordan Spieth afrekaði

Þegar Jordan Spieth liðsmaður Ryder Cup liðs Bandaríkjanna spilaði með Junior Ryder Cup liði Bandaríkjanna í Gleneagles, Skotlandi árið 2010, fannst honum sem  litlar líkur væru á að hann myndi spila í „alvöru“ Ryder Cup nokkrum árum síðar,  hvað þá á sama stað, en Ryder bikars keppnin hefst á morgun í Gleneagles, Skotlandi ….. og nú er Spieth með í „alvöru liðinu.“

Líkurnar á því: 1 á móti milljón.

Og Spieth tekur undir það: „Ég myndi segja, að á þeim tíma hefðu líkurnar á þessu verið taldar milljón á móti 1,“ sagði Spieth í gær, þriðjudaginn 23. september á blaðamannafundi.

Þetta voru líka líkurnar í byrjun árs 2013 en þá hafði Spieth hætt í  University of Texas í þeirri von að gerast atvinnumaður í golfi, en hafði á þeim tíma engan status á PGA túrnum.

En engu að síður hafði Spieth tryggt sjálfum sér keppnisrétt og kortið á PGA Tour, þegar hann vann John Deere Classic og spilaði sem val fyrirliða (Fred Couples) í Forsetabikarnum og var lyft og lofaður sem ein af verðandi golfsúperstjörnum Bandaríkjanna. Að tryggja sér sæti í Ryder bikars liði Tom Watson var bara eðlilegt næsta markmið fyrir Spieth.

Nú er Spieth aftur kominn á kunnuglegar slóðir í Gleneagles, og er í sama herbergi, spilandi borðtennis eins og fyrir 4 árum.  Og þó er þetta aðeins öðruvísi nú.

„Herbergið er öðruvísi innréttað,“ sagði hinn 21 árs Spieth og bætti síðan við með brosi „og svo er barinn opinn.“

PGA Centenary golfvöllurinn hefir líka breyst aðeins frá árinu 2010, en Spieth kannast samt við layout-ið og rifjaði upp sum höggin sem hann sló Junior Ryder Cup á æfingahringjunum á mánudag og þriðjudag.

Spieth er einn af 3 nýliðum í liði Bandaríkjanna sem hafa að markmiði að endurheimta Ryder bikarinn fyrir Bandaríkin í Skotlandi í þessari viku.

Spieth spilaði í Forsetabikarnum og þar vann hann 2 stig úr 4 leikjum og eins gaf það honum tilfinninguna fyrir að vera í liði.  Fimm af liðsfélögum hans í Gleneagles spiluðu í Muirfield Village, þ.á.m. Matt Kuchar — sem þykir líklegur spilafélagi Spieth í þessari viku.

„Allt það sem maður fær frítt, bara allt sem fylgir þessu utan vallar var þvílík reynsla,“ sagði Spieth. „Nú þegar ég hef gert þetta finnst mér ég meira einbeittur að golfinu mínu í þessari viku og að spila völlinn og tækla uppsetningarnar.“

Spieth, sem bjó við það að nafn hans var ekki rétt stafað á æfingasvæðinu í gær, var í forystu eftir 54 holur á Masters og The Players Championship á þessu ári. Hann komst hæst upp í 7. sætið á heimslistanum eftir Masters mótið.

En hann hefir ekkert verið í sérstöku formi eftir það, var aðeins með tvo topp-10 árangra í 13 síðustu mótum sínum. Aldrei að vita samt hvað gerist ef hann hrekkur í gang!!!

Spieth sagði að það að spila í Ryder Cup — sem er uppáhaldsmót hans ásamt the Masters — gæti endurlífgað leik hans, sérstaklega ef hann fær Kuchar sem spilafélaga.

„Hann er fyndinn, hann er súper-næs, fyndinn með góðan húmor,“ sagði Spieth um Kuchar. „Þannig að hann er náungi sem mér finnst,  jafnvel með alla pressuna sem er á okkur í Ryder Cup, ég geta verið í léttu skapi í kringum, sem gæti hjálpað okkur báðum.“

„Hann hittir fullt af brautum og fullt af flötum.  Þetta er einfalt, leiðinlegt golf, en það er það sem maður þarfnast hér,“ sagði Spieth loks um Kuchar.