Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2014 | 22:00

Ryder Cup 2014: Fjórleiksleikir laugardagsins f.h.

Á morgun laugardaginn 27. september er 2. mótsdagur Rydersins.

Eftirfarandi leikir fara fram fyrir hádegi: 

1. leikur Bubba Watson og Matt Kuchar g. Justin Rose og Henrik Stenson (rástími kl. 7:35 að staðartíma þ.e. kl.  6:35 að íslenskum tíma).

2. leikur Jim Furyk og Hunter Mahan g. Jamie Donaldson og Lee Westwood (rástími kl.  7:50 að staðartíma þ.e. kl. 6:50 að íslenskum tíma).

3. leikur Patrick Reed og Jordan Spieth g. Thomas Björn og Martin Kaymer (rástími kl. 8:05 að staðartíma þ.e. kl.  7:05 að íslenskum tíma).

4. leikur Jimmy Walker og Rickie Fowler g. Rory McIlory og Ian Poulter (rástími kl. 8:20 að staðartíma þ.e. kl. 7:20 að íslenskum tíma).

Fylgjast má með leikjunum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Alls eru 28 stig í pottinum og þarf 14 1/2 til sigurs.  Evrópa þarf því „aðeins“ 9 1/2 stig í viðbót til þess að sigra þessa Ryder bikars keppni. Ef jafnt verður þ.e. ef liði Evrópu tekst „aðeins“ að ná 9 stigum í viðbót og allt er jafnt þá verðu Ryder bikarinn áfram í Evrópu!

Í dag eins og í gær er spilað um 8 stig og flest eru í boði í tvímenningsleikjum morgundagsins eða 12 stig.