Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 20:00

Ryder Cup 2014: Chamblee segir Mickelson hafa logið til um Tom Watson

Brandel Chamblee, golffréttaskýrandi Golf Channel (sá sami og var með óviðeigandi samlíkingar þ.e. sagði Tiger svindla eins og hann hefði gert í barnaskóla á stærðfræðiprófi – þegar vafaatriði komu upp hvort Tiger hefði farið að golfreglum, þegar hann tók víti)  þ.e. Chamblee kom fram í útvarpsþætti CBS og tók þar upp hanskann fyrir fyrirliða bandaríska liðsins, Tom Watson, þegar hann sagði Phil Mickelson hafa logið um það á blaðamannafundi að leikmenn hefðu ekki verið með í neinum ákvörðunum fyrirliðans.

Chamblee sagði m.a. í útvarpsþættinum: „Á þessum blaðamannafundi sagði Phil m.a. að þeir (leikmenn) hefðu ekkert haft að segja í þessari Ryder bikars keppni. Ég veit að það er staðreynd að allir leikmenn ásamt kylfusveinum komu saman og Tom gekk meðal þeirra og sagði við þá: „Segið mér með hverjum þið viljið spila.  Skrifið það niður á miða og segið mér allir við hverja þið viljið spila.  Látið mig vita.“  Chamblee bætti við: „Og allir nema einn komu með tillögu.“

Fleiri hafa tjáð sig um Mickelson/Watson málið eftir Ryder keppnina; Lee Westwood finnst óþarfi að ræða þessa hluti fyrir opnum tjöldum, sem honum finnst frekar að eigi að gera bakvið luktar dyr.

Ian Poulter hefir einnig tjáð sig um málið í golfþættinum Morning Drive, en þar sagði hann m.a. að evrópska liðinu hefði þótt skrítið að Mickelson, sem gerði svo marga fugla hefði ekki verið látinn leika á laugardeginum og eins Bradley eins góðir og þeir tveir væru.  Þeim (evrópska liðinu) hefði greinilega fundist eitthvað vera að hjá bandaríska liðinu

Til þess að sjá myndskeið af Morning Drive þættinum þar sem Ian Poulter var í viðtali SMELLIÐ HÉR: