Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 18:05

Ryder Cup 2012: Staðan 2-2 eftir leiki morgunsins

Staðan eftir fyrstu leiki í Ryder bikars keppninni er eftirfarandi:

Fjórmenningsleikir föstudagsins
Gríðarsterka liðsheild Norður-Íranna G-Mac og R-Mac unnu fyrsta leik keppninnar með minnsta mun þ.e. þá Jim Furyk og nýliðann fræga Brandt Snedeker, sem vann Tour Championship s.l. helgi.
Phil Mickelson og Keegan Bradley unnu Luke Donald og Sergio Garcia með mesta mun þennan morguninn 4& 3.
Westy og Molinari urðu að láta í minni pokan fyrir Jason Dufner og Zach Johnson 3&2 og Englendingarnir Poulter&Rose sigruðu Stricker og Tiger 2&1.
Frábær skemmtun að fylgjast með, enda eitt alglæsilegast mótið í golfinu !!!