Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 11:30

Rúnar mun spila í bandaríska háskólagolfinu

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis (GK)  má finna eftirfarandi frétt:

„Nýverið skrifaði Rúnar Arnórsson, einn af okkar afrekskylfingum, undir samning við háskóla í Bandaríkjunum.

Eftir gott sumar í fyrra tók Rúnar stefnuna á háskólagolfið sem leiddi til þess að hann komst í samband við einn af stærstu háskólum í Bandríkjunum, University of Minnesota.

Þó svo að skólinn sé staddur í Norðurríkjum Bandaríkjanna varð liðið landsmeistari árið 2002.

Skólinn spilar í fyrstu deild og hefur verið í kringum 70. sæti á styrkleikalista.“

Það verður gaman að fylgjast með Rúnari í bandaríska háskólagolfinu!!!