Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 13:30

Rose upplýsir leyndarmálið um velgengnina á Masters

Justin Rose hefir upplýst að leyndarmálið að velgengni sinni á síðasta Masters risamóti hafi verið það að hann breytti matarræði sínu til samræmis við það sem tennisleikarinn Novak Djokovic neytir og nú segir Rose að sér „líði betur en nokkru sinni áður.“

Hann á líka mjög auðvelt með að sjá jákvæðu hliðarnar á leik sínum, sem í 13 af síðustu 14 Mastersrisamótum hefði örugglega nægt til að koma honum í bráðabana.

Aðeins David Duval hefir fundið fyrir því hvernig það er að vera á 14 undir pari á August og fara frá Georgía án Græna Jakkans.

Auðvitað er Rose vonsvikinn að verða ekki fyrsti Evrópubúinn í 16 ár til að vinna sér inn Græna Jakkann, en hann trúir því að nýtt mataræði sem hann byrjaði á fyrir mánuði síðan hafi breytt öllu fyrir hann.

Rose sagðist hafa leitað til næringarfræðings vegna ofnæmis sem hann er með en hann fann fljótt út að það borgar sig að næra sig á sem heilbrigðastan hátt.  Rose telur að það hafi m.a. auðveldað honum með að vera sveigjanlegri (líkamlega).

Ég er á glútenlausu fæði eins og Djokovik. Það hefir hjálpað honum – hann er eins og þeytispjald,“ sagði Rose. „Ég hugsa að ég hafi misst 4-5 kíló og mér líður miklu betur. Liðamótin eru frábær, þau eru ekki sár og það brakar ekki í þeim á morgnanna. Það hefir verið frábært. Ég er enn í ræktinni og lyfti og það hefir aukið styrkleikann. Það er bara þetta óæskilega sem hefir horfið með breyttu mataræði þó ég hafi svindlað svolítið í gær (daginn eftir Masters) og fengið mér einn bjór.“ 

Það er enginn sem láir honum það, enda nóg að fagna fyrir Rose, sem aftur er kominn meðal 10 efstu á heimslistanum (er sem stendur í 8. sæti), eftir frábæran árangur sinn á Masters.

Rose sagði þannig: „Það er hægt að líta á þetta á tvennan hátt. Það er hægt að hugsa sem svo: Ég var á 14 undir pari og ég tek þetta á næsta ári EÐA árið eftir það og vera fullur sjálfstrausts. En maður verður síðan líka að spila á þeim degi (sem mótið er). Mér fannst eins og það væru augnablik þar sem ég gæti hafa gert betur og ég hugsa að ég læri af þessum andartökum og hugsi um þau.“

En á heildina litið var ég ánægður með hvernig ég hélt mér í keppninni og að koma hingað án þess að hafa verið í góðu formi hingað til á keppnistímabilinu og vera jafn Phil Mickelson var augljóslega góð niðurstaða. Mér finnst eins og keppnistímabilið hjá mér sé nú komið á gott skrið.“