Rose leiðir á Grand Slam
Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem vann Opna bandaríska risamótið sem leiðir í PGA Grand Slam of Golf mótinu á Bermúda en í því móti leiða sigurvegarar risamótanna 4 ár hvert saman hesta sína.
Rose lék 1. hring á 67 höggum; í 2. sæti er Jason Dufner, sigurvegari PGA Championship á 69 höggum; í 3. sæti er Mastersmeistarinn ástralski Adam Scott á 70 höggum og neðstur er írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem tók sæti meistara Opna breska 2013, Phil Mickelson, á 74 höggum.
Rose hóf leikinn með einu allra versta höggi hrings síns, en bolti hans lenti í karga eiginlega alveg við 2. brautina og skyldi hann eftir með erfitt aðhögg á flöt. Þar sýndi Rose snilli sína en hann dró 6-járn upp úr pokanum og sló yfir tré og vatn sem þarna var og setti boltann nokkra sentimetra frá holu, fyrir auðveldum fugli.
„Það hefði átt að velja þetta högg dagsins,“ sagði Rose eftir hringinn. „Það kom á eftir versta höggi dagsins!“
Lokahringur PGA Grand Slam of Golf verður leikinn í kvöld.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
