Rory vinsæll hjá kvenfólkinu
Rory McIlroy hefir unnið sér inn margar milljónir bandaríkjadala á golfi og með auglýsingasamningum.
Í nýlegri könnun um kvenhylli ýmissa íþróttastjarna og annarra „þekktra“ manna kom í ljós að yfir 10% kvenna á Norður-Írlandi gætu vel hugsað sér að næla sér í Rory undir mistilteini á jólunum.
Sá sem var vinsælastur meðal kvenfólksins í könnuninni er bandaríski leikarinn Bradley Cooper (lék m.a. í Hangover þríleiknum) en ein af hverri 5 aðspurðri gat hugsað sér jólakoss frá honum.
Í 2. sæti var söngvarinn Bruno Mars, með 15% atkvæða kvenna. Rory kemur ekkert illa út með sín 10% – er ofar í þessari skoðanakönnun en hann hefir verið í mótum undanfarið ár!
Um var að ræða skoðanakönnun meðal 500 kvenna sem Jay´s Male Grooming í Belfast stóð fyrir.
Cooper þótti svalastur, í 2. sæti var Danny O´Donoghue (úr írska Voice) og í 3. sæti Justin Timberlake.
Aðspurðar að hvaða útlit á karlmanni höfðaði mest til kvennanna sögðu næstum 25% kvennanna David Beckham. Aðrar niðurstöður voru Johnny Depp (18%); Brad Pitt (15%) og Tom Cruise (15%).
Um 62% kvennanna viðurkenndi að hafa reynt að breyta útliti manna sinna eftir að þau kynntust.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
