Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 19:00

Rory vill verða nr. 1 aftur … á heimslistanum – Myndskeið

Rory McIlroy segir í nýlegu viðtali við SKY Sport að líkurnar á að hann verði efstur í Race to Dubai séu hverfandi ef nokkrar í ár.

Hann segist jafnframt hafa meiri áhuga á að ljúka árinu nr. 1 …  á heimslistanum.

Það væri huggulegur endir á árinu áður en farið sé í stutt jólafrí.

Þetta þýðir að Rory mun leggja allt kapp á að ná sigri í Dubai þó stigameistaratitill Evrópumótaraðarinnar falli honum ekki í skaut að þessu sinni.

Hér má sjá viðtal SKY Sport við Rory SMELLIÐ HÉR: