Rory vann Tiger í einvíginu í Kína
Rory McIlroy vann Tiger Woods í einvíginu við Jinsha vatn á Hainan eyju í Kína nú fyrr í morgun.
Rory var á 6 undir pari, 67 höggum meðan Tiger var aðeins 1 höggi á eftir á 68 höggum.
Tiger var orðinn fremur orðljótur á 17. holu, sem olli nokkrum vandræðum hjá kínverskum túlkum, sem voru að reyna að matreiða hvert smáatriði leiksins ofan í áhugasama kínverska kylfinga, sem fylgdust með í sjónvarpi.
Rory var að vonum ánægður í lok hrings og sagðist m.a. nú hafa rétt á að monta sig (ens. bragging-rights) af því að hafa sigrað Tiger.
Allar fréttir golffjölmiðla í dag eru yfirfullar af fréttum um þóknun sem nr. 1 og nr. 6 á heimslistanum hlutu fyrir að mæta til einvígisins og er oftast talið að Rory hafi hlotið $1,5 milljón (180 milljónir íslenskar krónur) og Tiger nokkuð yfir $2 milljónir (þ.e. meira en 240 milljónir íslenskra króna).
Það kostar því hátt á hálfan milljarð að fá þá kappa til þess að leika sér á einum hring í golfi, auk þess sem þeir voru gjöfum ausnir (sjá kínversku vasanna, sem þeir félagar eru með á meðfylgjandi mynd!)
Sjá má fréttamyndskeið af einvíginu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
