Rory í viðtali við CNN um eitraða snáka og af hverju George er bestur
Fréttasjónvarpsstöðin CNN bauð áhorfendum sínum að leggja spurningar fyrir nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og má sjá spurningar áhorfenda sem bárust og svör Rory hér að neðan:
Spurning: „Rory, hugsarðu nokkurn tímann meðvitað um sveiflu þína er hún bara ekki orðin þér eðlilega?
Rory: „Nei, maður er meðvitað að hugsa um sveifluna sína allan tímann. Það er á ákveðinn hátt sem ég vil sjá mig sveifla kylfinunni og ég vinn mikla tæknivinnu með aðstoð myndbandstökuvéla með þjálfaranum mínum, Michael Bannon, milli keppna og geng úr skugga um að ég sé í réttri stöðu fyrir mig. Þannig að ég er stöðungt að hugsa um sveifluna mína og gegn úr skugga um að hún sé á réttum stað.“
Spurning: „Fyrir utan Augusta, hvar hlakkarðu til að spila á árinu 2015?“
Rory: „Ég held að ég hlakki mest til þess að spila á Royal Country Down á Opna írska (ens. the Irish Open). Það er fullt af frábærum mótum framundan. Það er Opna írska á Country Down og Opna breska á St. Andrews. 2015 lítur út fyrir að verða ansi sérstakt í golfi.“
Spurning: „Hefurðu spilað mikið í Afríku. Hvenær kemurðu að spila þar?“
Rory: „Ég hef spilað nokkrum sinnum í S-Afríku. Ég hef spilað á the South African Open nokkrum sinnum. Ég spilaði í the Alfred Dunhill Championship einu sinni. Ég spilaði í Sun City í tvo daga. Ég var veikur og dró mig úr keppni eftir 2 daga. Ég myndi gjarnan spila í mótinu aftur. Þetta er fallegur staður heimsins og ég virkilega naut tímans þarna niðurfrá, ef frá er talið að verða veikur í Sun City. En vonandi verður ekkert of langt þar til ég spila þar aftur.“
Spurning: „Geturðu gert betur en Tiger Woods? Hann var hetja þessa leiks.“
Rory: „Það verður mjög erfitt að gera svo. Fjórtán risamótssigrar, augljóslega, er markmiðið. Og 80 og eitthvað sigrar á PGA Tour og allt hitt sem hann hefir afrekað. Hann hefir átt einstæðan feril. Ég mun reyna að höggva eitthvað í hann mót eftir mót og sjá hvernig mér vegnar, en ég held að ef einhver spyrði hvort einhver hefði átt hálfan ferilinn sem Tiger Woods hefir átt til þess þá væru þeir mjög, mjög ánægðir.
Spurning: Hefir þú nokkru sinni mætt hættulegu dýri á golfvellinum?
Rory: „Já, þau eru nokkur. Þegar við spilum í the Bear’s Club, þá eru nokkrir krókódílar og snákar á ferðinni. Ég hef nokkrum sinnum séð svörtu mömbuna hér (í Suður-Afríku). Og það eru alltaf nokkrir snákar. Og ég held að það hafi líka verið – er það ekki Adder eitursnákurinn? Og svartir otrar, þeir eru ansi hættulegir líka. Svo eru krókódílar í Flórída og svoleiðis. En það er allt og sumt.“
Spurning: „Hvaða leikmaður Manchester United ,frá hvaða tímaskeiði sem er, er uppáhaldsleikmaður þinn ?
Rory: „George Best. Það hlýtur að vera George Best sem kemur heiman og er einn besti leikmaður sem verið hefir uppi, hugsa ég.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
