Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 17:00

Rory: Trúlofunarslitin við Wozniacki ástæða velgengni minnar

Rory McIlroy trúir því  að slit trúlofunar hans og Caroline Wozniacki sé ástæða velgengi hans nú þegar hann stefnir að því að auka enn forskot sitt á PGA Championship risamótinu.

Hann er með 1 höggs forystu á þá Jason Day og Jim Furyk, nú þegar 3. hringur mótsins er hafinn á Valhalla golfvellinum í Kentucky og vonast eftir að vinna 2. risamótið sitt á sama ári.

Rory sleit trúlofun sinnn við fyrrum nr. 1 í tennisnum, Caroline Wozniacki deginum fyrir  BMW PGA Championship og þrátt fyrir að fæstum hafi órað fyrir því þá, tókst honum að sigra í því móti.

Síðan þá hefir hann jafnframt sigrað í Opna breska risamótinu og Bridgestone Invitational heimsmótinu og hefir endurheimt 1. sætið á heimslistanum.

Hann segir að gott form hans þessa dagana á golfvellinum sé trúlofunarslitum sínum við Wozniacki að þakka.

„Ég hugsa að það sem gerðist hafi verið betra fyrir mig golflega séð,“ sagði Rory aðspurður hverju hann þakkaði gott gegni sitt á golfvellinum í ár.

„Ég hef varið meiri tíma í æfingar og einbeiti mér nú algerlega að því (golfinu); ég meina hvað annað hef ég við tíma minn að gera nú?

„Líf mitt er golfvöllurinn og síðan ræktin.“

„Ég hef unnið ansi mikið áðu en síðustu mánuði hef ég virkilega grafið sjálfan mig í leiknum. Það er augljóslega að virka ansi vel, þannig að ég ætla að halda þessu áfram.“

Þriðji hringurinn á PGA Championship er hafinn og má fylgjast með gengi Rory (hann fer út síðastur eftir 1 klst og 10 mín) og hinna með því að SMELLA HÉR: