Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 10:00

Rory trúlofaður Ericu Stoll

Fyrrum heimsins besti, Rory McIlroy, (sem nú er nr. 3 á heimslistanum) er trúlofaður bandarískri kærustu sinni til eins árs, Ericu Stoll.

Fréttir þess efnis hafa birtst á mörgum golffréttamiðlum, en hlýtur nú nokkra staðfestu í frétt BBC þess efnis. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Nýlega sást til Rory og Ericu í Windsor Park, þar sem þau studdu norður-írskt fótboltalið.

Talið er að Erica og Rory hafi trúlofast í Eiffel turninum í París.

Rory sleit trúlofun við kærustu sína Caroline Wozniacki s.s. frægt er orðið með stuttu símtali, árið 2014.

Vonandi að sambandið við Ericu endist lengur!