
Rory tjáir sig um úrslitaviðureignirnar á Accenture heimsmótinu í holukeppni
Stuttu eftir að Rory vann nr. 3 í heiminum Lee Westwood 3&1 í æsispennandi keppni sem stóð fyllilega undir væntingum varð hann að spila til úrslita við Hunter Mahan á Dove Mountain.
Hann virtist fremur orkulaus og virtist ekkert vakna fyrr en á 11. holu og þrátt fyrir að ná upp einhverri skerpu tapaði hann fyrir Mahan.
„Ég var svo tilbúinn í undanúrslitin nú í morgun“ sagði Rory við fréttamenn eftir sigurinn á Lee. „Það er frábært að komast áfram (í úrslitin.“
„En ég sagði það í gær hér (á blaðamannafundi fyrir leikina) að það yrði erfitt að spila seinni leikinn.“
„Ég reyndi að gera það besta sem ég gat en byrjaði illa, sem var svekkjandi. En mér finnst líka ég hafa spilað vel á seinni 9.“
Aukakryddið á heimsmótinu í holukeppni var að ef Lee eða Rory hefðu unnið hefði hvor um sig komið Luke Donald úr 1. sætinu á heimslistanum. Það gerist ekki nú.
„Ég vil ekki sýna hinum strákunum Hunter eða Mark (Wilson) óvirðingu en þetta var næstum eins og að spila minn síðasta leik (allt undir).“ sagði Rory.
„Þetta var það sem ég vildi alla vikuna og ég fékk það. Og þetta var það sem ég lagði á mig. Ég vissi að ég yrði að spila virkilega vel til að vinna hann. Ég vissi að ég yrði að spila besta golfið mitt þarna þennan morgun til þess að komast í gegn.
Aðspurður hvort ósigur hans gegn Mahan hefði gert hann enn ákveðnari í að verða nr. 1 þá svaraði McIlroy: „Það eru tvö mót framundan Honda (Classic) og Doral og ég vil bara ná góðum árangri og reyna að vinna nokkur mót.“
„Í augnablikinu ætla ég bara að einbeita mér að því að vinna golfmót.“
„Ég spilaði nokkra hringi nú sem gætu hafa farið á hvorn veginn,“ bætti hann við. „Ég gróf djúpt innra með mér og gat spilað vel þegar ég þarfnaðist þess. Þannig að það var jákvætt.“
„Þetta var góður árangur. Ekki það sem ég vildi en ég get litið aftur yfir mótið (Accenture) og séð margt jákvætt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024