Rory tekur í kaupin að það að sleppa Tyrklandi gæti kostað hann Race to Dubaí titilinn
Rory McIlroy gaf ekki ástæðu þegar hann tilkynnti mótshöldurum að hann myndi ekki taka þátt í Turkish Airlines Open mótinu.
Mótið er eitt af 3 lokamótum Evrópumótaraðarinnar.
Sprenging fyrir utan The Antalya Trade and Industry Chamber slasaði um tylft manna og gæti hafa átt sinn þátt í því að Rory ákvað að taka ekki þátt í mótinu.
Mótið fer fram í Regnum Carya Golf & Spa Resort í Antalya, sem er ekki þar langt frá.
Rory varð T-4 í WGC-HSBC Champions nú á sunnudaginn.
Hann sagði m.a.: „Þetta er komið úr mínum höndum – Ég tók ákvörðun um að fara ekki til Tyrklands í næstu viku og strákarnir geta bara barist um titilinn.“
„Ég hef tækifæri á að fara til Dubaí og það er frábært. En ef ekki þá hafa þeir átt stóra sigra á þessu keppnistímabili og hafa spilað vel.“
Rory er þar að tala um helstu keppinauta sína í Dubaí þá Henrik Stenson og Danny Willet, en báðir hafa unnið risatitla á þessu ári.
Hann gerir sér vel grein fyrir því að það að spila ekki í Tyrklandi gæti kostað hann Race to Dubaí titilinn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
