Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 12:00

Rory tekur í kaupin að það að sleppa Tyrklandi gæti kostað hann Race to Dubaí titilinn

Rory McIlroy gaf ekki ástæðu þegar hann tilkynnti mótshöldurum að hann myndi ekki taka þátt í Turkish Airlines Open mótinu.

Mótið er eitt af 3 lokamótum Evrópumótaraðarinnar.

Sprenging fyrir utan The Antalya Trade and Industry Chamber slasaði um tylft manna og gæti hafa átt sinn þátt í því að Rory ákvað að taka ekki þátt í mótinu.

Mótið fer fram í Regnum Carya Golf & Spa Resort í Antalya, sem er ekki þar langt frá.

Rory varð T-4 í WGC-HSBC Champions nú á sunnudaginn.

Hann sagði m.a.: „Þetta er komið úr mínum höndum – Ég tók ákvörðun um að fara ekki til Tyrklands í næstu viku og strákarnir geta bara barist um titilinn.“

Ég hef tækifæri á að fara til Dubaí og það er frábært. En ef ekki þá hafa þeir átt stóra sigra á þessu keppnistímabili og hafa spilað vel.“  

Rory er þar að tala um helstu keppinauta sína í Dubaí þá Henrik Stenson og Danny Willet, en báðir hafa unnið risatitla á þessu ári.

Hann gerir sér vel grein fyrir því að það að spila ekki í Tyrklandi gæti kostað hann Race to Dubaí titilinn.