Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2016 | 08:00

Rory tekur ekki þátt í Turkish Airlines Open

Nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy hefir dregið sig úr Turkish Airlines Open, en verðlaunafé þar er með því hærra á Evrópumótaröðinni eða £5.7 milljónir.

Turkish Airlines Open er eitt af 3 lokamótum Evrópumótaraðarinnar.

Rory gaf ekki neina ástæðu fyrir því að hann tekur ekki þátt.

Hann er með í HSBC heimsmótinu þar sem hann er T-3 sem stendur.

Rory hefir áður talað um áhuga sinn að reyna að vinna eitt af 3 lokamótunum í  Shanghaí, Tyrklandi eða Dubaí – til þess að eiga sjéns á að vinna Race to Dubaí, þriðja árið í röð.