Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2015 | 10:00

Rory tekur milljarða auglýsingasamning af Tiger

Rory McIlroy  er nú nr. 1 á heimslistanum s.s. flestir kylfingar vita; sæti sem áður var fastasæti Tiger Woods.

Nú er Rory kominn með enn eitt sem áður tilheyrði Tiger –  hann verður framan á golfvídeó tölvuleik, sem mun færa honum jafnvel enn meiri milljónir dala.

Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts Inc tilkynnti nefnilega á dögunum að Rory myndi vera „nýja andlit“ nýju golfleikja fyrirtækisins.

EA-Sports

EA Sports Rory McIlroy PGA Tour leikurinn kemur á markað í júní.

Og auðvitað fær Rory hluta af allri sölu leikjanna á heimsvísu – en samningurinn er $7 milljóna dala virði ( þ.e. £4.75milljóna sem er svo mikið sem tæpur milljarður íslenskra króna )

Þetta er auglýsingasamingur sem Tiger er búinn að sitja einn að hjá EA Sports í 15 ár.

Ég er mjög stoltur að andlit mitt og nafn verði á EA Sports Rory McIlroy PGA Tour (leiknum),“ sagði Rory.

Þetta er mikill heiður og nokkuð sem ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þegar ég var að alast upp í íþróttinni. Ég vona virkilega að fólk njóti leiksins og ég er mjög ánægður að vera hluti af honum.“

Hér má sjá myndskeið þessu tengt SMELLIÐ HÉR: