Rory tekur milljarða auglýsingasamning af Tiger
Rory McIlroy er nú nr. 1 á heimslistanum s.s. flestir kylfingar vita; sæti sem áður var fastasæti Tiger Woods.
Nú er Rory kominn með enn eitt sem áður tilheyrði Tiger – hann verður framan á golfvídeó tölvuleik, sem mun færa honum jafnvel enn meiri milljónir dala.
Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts Inc tilkynnti nefnilega á dögunum að Rory myndi vera „nýja andlit“ nýju golfleikja fyrirtækisins.
EA Sports Rory McIlroy PGA Tour leikurinn kemur á markað í júní.
Og auðvitað fær Rory hluta af allri sölu leikjanna á heimsvísu – en samningurinn er $7 milljóna dala virði ( þ.e. £4.75milljóna sem er svo mikið sem tæpur milljarður íslenskra króna )
Þetta er auglýsingasamingur sem Tiger er búinn að sitja einn að hjá EA Sports í 15 ár.
„Ég er mjög stoltur að andlit mitt og nafn verði á EA Sports Rory McIlroy PGA Tour (leiknum),“ sagði Rory.
„Þetta er mikill heiður og nokkuð sem ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þegar ég var að alast upp í íþróttinni. Ég vona virkilega að fólk njóti leiksins og ég er mjög ánægður að vera hluti af honum.“
Hér má sjá myndskeið þessu tengt SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

