Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 09:30

Rory styður Tiger í Chamblee-málinu

Rory McIlroy hefir látið hafa eftir sér að  taka eigi „með viðeigandi hætti“ á Brandel Chamblee,  eftir að sá sakaði  Tiger Woods um svindl.

Chamblee sagði m.a. í grein sem hann skrifaði á golf.com að Tiger hefði oft „farið svolítið frjálslega með golfreglurnar“ og jafnvel þó að Tiger hafi sagt að það væri Golf Channel að fást við Chamblee, þá hefir Rory nú stigið fram til varnar vini sínum (Tiger).

„Já, mér finnst að Brandel hafa haft algerlega rangt fyrir sér.  Mér finnst hann ekki vera í neinni aðstöðu til þess að segja neitt þessu líkt um Tiger,“ sagði Rory á blaðamannafundi fyrir WGC-HSBC Champions, sem hefst í Shanghai í dag.

„Fólk myndi ekkert vita hver Brandel Chamblee er nema ef væri fyrir Tiger Woods, þannig að ég er algerlega á móti því sem hann sagði og finnst að taka eigi á honum á viðeigandi hátt.“

Upphaflega baðst Chamblee afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu á Twitter, en síðan bætti hann við að hann stæði við það sem hann hefði skrifað í grein sinni um Tiger á  golf.com.

Ummæli Chamblee voru látin falla eftir nýliðið keppnistímabil þar sem Tiger fékk nokkur mörg víti, e.t.v. einna minnisstæðast vítið á Masters, þegar honum var næstum vikið úr móti fyrir að hafa ekki droppað á réttan máta.

Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger sagðist ekkert meira hafa um málið að segja og sagði málið nú í höndum Golf Channel.

„Þetta er það sem Tiger finnst og mér, við viljum bara halda áfram fram á við og sjá hvort Golf Channel vill það líka, við verðum bara að bíða og sjá.“

„Við erum búnir að segja okkar skoðun á málinu og þeir sem þekkja mig vita að ég gef ekki oft úr yfirlýsingar, sem þá sem ég lét frá mér fara, en að þessu sögðu skulum við bara sjá hvort báðir málsaðila geti haldið fram á við,“ sagði Steinberg loks.