Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2017 | 10:00

PGA: Rory m/ bakverk á The Players!

Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy hefir þjáðst af bakverkjum á The Players.

Þegar hann snýr aftur til Norður-Írlands, eftir mótið, þ.e. á mánudaginn nk. mun hann fara í röntgenmyndatökur.

Rory er á sléttu pari, 144 höggum eftir 2. hringi (73 71) og er T-43, sem er ágætt, en hann flaug í gegnum niðurskurð þrátt fyrir bakeymslin.

Aðspurður hvernig hann væri í bakinu sagði Rory:

Það er augljóslega ekki 100%, en það er nógu gott til þess að ég geti þvæst hér um næstu tvo daga.“

Hann sagði að verkurinn kæmi frá sama svæði og rifbeinsbrot hans fyrr í vetur, þegar hann varð að taka sér frí frá keppni.

Ef þau meiðsl voru svona 8-9 hvað varðar verk, sárindi og stífleika þá eru þessi svona 4-5,“ sagði Rory. „Það gæti verið að þetta væri bara þessi meiðsl að taka sig upp aftur og ég verð bara að hvíla nokkra daga og þá gæti verið allt í lagi. Vonandi er það, það sem kemur í ljós á röntgenmyndatökunni í næstu viku.“

Rory hefir alltaf verið meðal efstu 12 í síðustu 4 Players mótum, sem hann hefir tekið þátt í.

Þetta er fyrsta mótið sem hann spilar í eftir að hafa landað 7. sætinu á Masters risamótinu.