Rory skýrði hundinn sinn eftir Ernie Els
Báðir hafa unnið 4 risatitla og því mætti búast við einhverri virðingu Rory til handa Ernie Els, manns sem hann hefir litið upp til frá því hann var strákhvolpur.
Rory var aðeins 5 ára þegar Ernie vann fyrsta risatitil sinn á Opna bandaríska 1994 og Els vann sér inn tvo aðra risatitla áður en þeir kepptu hvor á móti öðrum í fyrsta sinn, árið 2008.
En síðan þá hefir verið mikill vinskapur milli þeirra og Rory var hvattur til þess að taka þátt í BMW SA Open en gestgjafinn er Ekurhuleni borg ásamt Els, en Els, 47 ára, tók t.a.m. þátt í Dubai Duty Free Irish Open 2015, sem the Rory Foundation var gestgjafi í.
Nú er verið að biðja um að endurgjalda greiðann.
Þó þeir tveir séu miklir vinir í dag – þá ólst Rory upp við það – líkt og margir af kynslóð hans – að líta upp til Ernie og hann skírði jafnvel fyrsta hundinn sinn eftir þessum 28-falda sigurvegara á Evróputúrnum (Els), sem heitir fullu nafni Theodore Ernest Els.
Gamall enskur málsháttur er á þá leið að maður ætti aldrei að hitta hetjur sínar; (vegna þess að þá verði maður fyrir vonbrigðum þegar maður hittir þær) en það hefir ekki verið tilfellið með Rory, sem hefir mikið álit á Els bæði utan og innan vallar og hefir verið svo s.l. 9 ár.
„Ég spilaði fyrst við Ernie í the Singapore Open árið 2008 og kaddýinn minn JP var kaddý Ernie áður þannig að við höfum alltaf átt gott samband,“ sagði Rory.
„Ernie var fyrsta, stóra, stóra nafnið sem ég spilaði á móti sem atvinnumaður. Ég var stressaður en ég man að hafa tíað upp á 10. og slegið með 3. tréi lengra en hann sló með drævernum og ég hugsaði bara með mér að „þetta væri allt í lagi.“
„Ég man alltaf eftir þessu og líka staðreyndinni að Ernie tapaði fyrir Jeev (Milkha Singh) í bráðabana þá vikuna og við vorum á mála hjá sömu umboðsskrifstofu þannig að við fórum út að borða þetta kvöld og fengum okkur nokkra drykki og áttum frábærar stundir.„
„Þetta var byrjunin á vináttu okkar og hún hefir vaxið frá þeim tíma. Ég hef alltaf dáðst mikið að leik hans en ég er enn meiri aðdáandi mannsins og hef náð að kynnast honum og Liezl konu hans og börnum s.l. ár í Flórída, sem hefir verið frábært.„
„Allt sem ég get hjálpað Ernie með, mun ég ávallt gera. Ég reyndar nefndi fyrsta hundinn minn eftir Ernie – hann hét Theo. Þetta hefir verið gott samband.“
Eitt af því sem Ernie Els beitir sér fyrir utan vallar er Els for Autism foundation og árið 2015 opnaði Els stofnunin Centre of Excellence í Flórída, sem er alltaf að stækka.
Els og eiginkona hans Liezl komu stofnuninni á laggirnar eftir að Ben sonur þeirra greindist með einhverfu og Rory er hæstánægður að gera hvað sem er til þess að styðja stofnunina.“
„Ég er mér að fullu meðvitaður um allt sem Ernie er að gera með Els for Autism,“ sagði Rory.
„Ég þekki Ben vel og fjölskylduna vegna þess að við búum svo nálægt hvor öðrum í Flórída.“
„Það sem Ernie skilur eftir sig og skólinn sem verið er að byggja er algjörlega ótrúlegt og að hann skuli síðan líka koma og styðja við bakið á stofnuninni minni – það er nokkuð sem ég endurgeld glaður og er meira en yfir mig ánægður að geta gert og er reyndar heiður af því.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
