Rory skrifar aðdáenda bréf
Rory McIlroy er e.t.v. ekki vinsælasti kylfingurinn um þessar mundir – árið hjá honum búið að vera hræðilegt og svo tekur hann ekki þátt í sumum mótum t.a.m Seve Trophy sem ekki fellur í góðan jarðveg.
En það er einn aðdáandi sem er yfir sig ánægður með Rory.
Það er Michal Crew frá Indiana í Bandaríkjunum , sem sá Rory þegar hann vann BMW Championship árið 2012 í Crooked Stick. Crew er líka mikill aðdáandi Upper Deck, sem framleiðir allskyns golfminisgripi þ.á.m. einskonar kort fyrir golfaðdáendur, sem þeir geta rétt stjörnum sínum til áritunar. Svo vill til að Rory er með styrktarsamaning við Upper Deck.
Venjulegast skrifa golfstjörnur aðeins nöfnin sín á þessi kort, en nýlega þegar Rory var að gefa eiginhandaráritanir tók hann sér tíma til þess að skrifa allt að því bréf til eins aðdáandans (Crew) þar sem hann rétti honum Upper Deck kort. Á því stóð (lausleg þýðing):
Michael,
Það var frábært að hitta þig í Carmel á BMW (mótinu). Þetta var frábært mót og ég var heppinn að vinna titilinn. Óska þér og fjölskyldunni alls hins besta!
Kær kveðja,
Rory McIlroy.
Þess mætti í lokin geta að eftir því sem golfstjörnur skrifa meir á golfminjagripi eins og Upper Deck kortin, því verðmætari verða þau með tímanum – sérstaklega ef einhver saga er á bakvið það sem skrifað er. Kort eins og það sem Crew á núna verður eflaust mjög verðmætt því í framtíðinni gengur kortið kaupum og sölum milli safnara sem kortið sem skrifað var 2013 „árinu hræðilega á ferli Rory.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
