Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 10:45

Rory sigurvegari Race to Dubai

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy þarf ekkert að spila á hinu ábatasama lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubai; hann er þegar búinn að tryggja sér efsta sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar Race to Dubai.

Hins vegar er talið líklegt að Rory geri svo engu að síður.

Rory á 2950 stig á þann sem næstur kemur á Race to Dubai listanum, Jamie Donaldson og útlokað fyrir nokkra aðra að ná honum.

Rory er reyndar ekkert búinn að taka þátt í tveimur af 4 lokamótum Evrópumótaraðarinnar, bara í fríi, til að geta sinnt málaferlum við fyrrum umboðsskrifstofu sína, heima á Írlandi.

Rory vann Race to Dubai í Shanghai, Kína nú um helgina, án þess svo mikið að vera á staðnum hvað þá svo mikið sem slá einn bolta.

Það á enginn kylfingur möguleika á að ná Rory lengur!