Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 17:00

Rory sást með Meghan Markle í Dublin nú um helgina

 Rory McIlroy sást nú um helgina með Hollywood leikkonunni Meghan Markle og virtust  þau eiga kósý stundir saman í Dublin.

Hér á myndinni að neðan má sjá hinn 25 ára Rory borða saman ásamt fyrrum módelinu Meghan, 33 ára á Fade Street Social í miðborg Dublin:

Rory McIlroy og Meghan Markle í Dublin

Rory McIlroy og Meghan Markle í Dublin

Þau virtust niðursokkin í samræður á Dylan McGrath veitingastaðnum.

„Þau sátu saman – höfðu ekki augun hvort af öðru og töluðu saman allt kvöldið,“ sagði einn heimildarmanna.

Meghan er best þekkt í hlutverki sínu sem Rachel Zane í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Suits.

Skyldi Rory vera komin með nýja dömu upp á arminn?

Golf 1 sagði frá því fyrr í haust að Rory hefði skorað á Meghan í Bucket Challenge og séð um að ausa hana klakavatninu sjálfur og síðan skoraði Meghan á Serinu Williams bestu vinkonu fyrrum kærustu Rory, Caroline Wozniacki, en minni sögum fór af því hvort Serína hafi tekið áskoruninni…. enda þykir henni eflaust að vinkona sín  Wozniacki hafi verið sett nóg út í kuldann af Rory á árinu!

Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: