Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2017 | 03:00

Rory og Jordan Spieth úr leik í 1. umferð heimsmótsins í holukeppni

Rory McIlroy og Jordan Spieth töpuðu óvænt í opnunarviðureignum sínum á 1. degi heimsmótsins í holukeppni.

Rory tapaði  2&1 gegn Dananum Sören Kjeldsen og Spieth tapaði sinni viðureign gegn Hideto Tanihara 4&2.

27 eru komnir í 32 manna úrslit en jafnt var í 5 viðureignum.

Þær viðureignir sem féllu á jöfnu voru viðureignir:

1 Ryan Moore  og Yuta Ikeda

2 Hideki Matsuyama og Jim Furyk

3 Patrick Reed og Jason Dufner

4 Matt Kuchar og Brendan Steele

5 Sergio Garcia og Shane Lowry

Þeir sem unnu sínar viðureignir og eru komnir áfram eru: Branden Grace , William McGirt, Sören Kjeldsen, Gary Woodland, Paul Casey, Charl Schwartzel, Hideto Tanihara, Bubba Watson, Thomas Pieters, Louis Oosthuizen, Brooks Koepka, Alex Noren, Bernd Wiesberger, Tommy Fleetwood , Dustin Johnson, Martin Kaymer, K.T. Kim, Russell Knox, Justin Thomas, Kevin Na, Phil Mickelson, Daniel Berger, Pat Perez, Marc Leishman, Tyrell Hatton, Rafa Cabrera Bello  og John Rahm.

Einhver ofangreindra mun í lokinn standa uppi sem heimsmeistari í holukeppni!

Sjá má öll úrslit úr 1. umferð með því að SMELLA HÉR: