Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2016 | 13:55

Rory og Fowler munu spila sýningarhring saman

Tilkynnt hefir verið um að Rory McIlroy og Rickie Fowler munu spila sýningarhring saman fyrir Opna bandaríska risamótið nú í sumar.

Skv.  Associated Press, stendur Quicken Loans í samningum við aðila og eru að setja upp hringinn þar sem keppa munu lið Rory og Rickie.

Í liðunum verða allskyns frægir kylfingar, en hver þeir eru hefir ekkert verið látið uppi um enn.

Spilað verður í Detroit Golf Club 7. júní og mun Golf Channel sjónvarpa beint frá fyrstu 2 klukkustundunum og seinni tvo tímana mun CBS vera með beina útsendingu frá vellinum sem líklega verður baðaður í flóðljósum.

McIlroy og Fowler eru góðir vinir bæði utan og innan vallar.