Rory og Caro
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 08:40

Rory og Caroline hætt saman

Sambandi Rory og kærustu hans Caroline Wozniacki er lokið.

Rory tilkynnti um slit trúlofunarinnar í gegnum umboðsskrifstofu sína,  eftir samtal við Caroline.

Í tilkynningunni sagði: „Það er engin rétt leið til að ljúka sambandi sem hefir verið tveimur manneskjum svo mikilvægt.“

„Þetta er mér að kenna. Þegar farið var að senda út boðskort í brúðkaup okkar nú um helgina gerði ég mér grein fyrir að ég var ekki tilbúinn í það sem gifting hefir í för með sér.“

„Ég óska Caroline allrar þeirrar hamingju sem hún á skilið og þakka henni fyrir þær frábæru stundir, sem við höfum átt saman.“

„Ég mun ekki tjá mig meira um samband okkar í neinum miðlum.“

Parið hafði nýlega neitað sögusögnum um að það ætlaði að gifta sig í ágúst.

Caroline var kylfuberi fyrir Rory á Augusta National á Masters risamótinu í s.l. mánuði og þá virtist allt vera í góðu milli þeirra.

Caroline kom jafnvel nýlega fram í fréttum þar sem hún sagðist vera reiðubúin að fórna ferli sínum til þess að eignast börn með Rory og stofna fjölskyldu  – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Kannski að þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá Rory og honum hafi einfaldlega fundist hann vera að kafna úr ábyrgð um aldur fram!